Gosmökkurinn sást frá Stekkjaskóla

Eld­gosið sem hófst að morgni miðvikudagsins 8. fe­brú­ar milli Sund­hnúks og Stóra-Skóg­fells sást víða að. Nemendur og starfsmenn Stekkjaskóla sáu vel birtuna og reykjarmökkinn frá eldgosinu af efri hæð skólans. Margir nemendur fóru upp á efri hæðina og gátu séð þessi sögulegu tíðindi. Þetta var þriðja gosið í grennd við Grindarvík og eitt stysta gosið á Reykjanesi frá því að hamfarirnar byrjuðu.

Á meðfylgjandi myndum má sjá nemendur í 1. og 2. bekk í skoðunarferð upp á 2. hæð og birtuna og reykjarmökkinn frá gosinu.