Fréttasafn
Fréttir frá Stekkjaskóla
Matseðill marsmánaðar
Hér má sjá matseðil marsmánaðar.
Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 28. febrúar – glitrandi dagur
Mánudaginn 28. febrúar verður alþjóðadagur sjaldgæfra sjúkdóma haldinn hátíðlegur um allan heim og verður Ísland þar engin undantekning. Félagasamtökin Einstök börn hvetja alla til þess að klæðast einhverju glitrandi þann dag og sýna með því stuðning í verki til þeirra …
Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 28. febrúar – glitrandi dagur Read More »
Vetrarfrí 21. og 22. febrúar
Vetrarfrí verður í grunnskólum Árborgar í næstu viku, dagana 21. og 22. febrúar. Stekkjaskóli verður því lokaður þessa daga ásamt frístundarheimilinu Bjarkarbóli. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundatöflu miðvikudaginn 23. febrúar.
Fyrsti fundur skólaráðs Stekkjaskóla
Fyrsti fundur skólaráðs Stekkjaskóla var haldinn mánudaginn 7. febrúar. Hilmar Björgvinsson skólastjóri kynnti þar fulltrúa ráðsins, hlutverk þess og drög að starfsáætlun. Einnig var farið yfir drög að skóladagatali skólaársins 2022-2023 og stöðu framkvæmda við nýbyggingu skólans. Hér má sjá …
Fréttabréf Stekkjaskóla – 5. tbl.
5. tbl. af fréttabréfi Stekkjaskóla til foreldra var sent út 14. febrúar. Í fréttabréfinu eru birtar myndir úr skólastarfinu, fjallað um þróunarverkefni skólans ,,Stekkur til framtíðar“, gerð grein fyrir stöðu framkvæmda við nýbyggingu Stekkjaskóla, sagt frá fyrsta fundi foreldraráðs þar …
Innritun í grunnskóla skólaárið 2022-23 / Enrollment in primary school year 2022–2023 / Zapisy do szkoły podstawowej w roku szkolnym 2022−2023
Innritun barna sem eru fædd árið 2016 og eiga að hefja skólagöngu í Sveitarfélaginu Árborg haustið 2022 fer fram á Mín Árborg til 27. febrúar næstkomandi. Einnig er hægt að skrá börnin í mötuneyti á mínum síðum | Mín Árborg Skráning í …
Enginn skólaakstur mánudaginn 14. febrúar
Skólabílar ganga ekki í dag í dreifbýlinu, mánudaginn 14. febrúar, vegna ófærðar. Staðan verður tekin þegar líður á morguninn og mögulega fer þá aksturinn í gang á ný. Nýjar upplýsingar verða birtar á heimasíðunni.
Vasaljósaganga í -12°C
Úr vikubréfi 4. IM Fréttir vikunnar 7.- 11. febrúar Á þriðjudaginn var gerð heiðarleg tilraun til að skella sér í vasaljósagöngu. Þar sem veðrið var leiðinlegt nýttum við okkur ljósin á annan hátt. Ljósin í stofunni voru slökkt og notuðum …
Ljós og skuggar
Allir nemendur og starfsmenn Stekkjskóla fóru í vasaljósagöngu fimmtudaginn 12. febrúar. Í vikubréfi 2.-3. ES var m.a. sagt frá göngunni. Komið þið sæl kæru foreldrar og forráðamenn. Foreldraviðtölunum er að mestu lokið og almennri ánægju hefur verið lýst þar. Allir …
Fjölbreyttir kennsluhættir
Í hverri viku fara vikubréf heim frá umsjónarkennurum. Hér má sjá brot úr vikubréfi 1. EIK frá 11. febrúar og myndir með. Góðan dag kæru foreldrar og forráðamenn Þá er ein önnur vikan senn á enda hjá okkur hér í …
Skólahald fellur niður mánudaginn 7. febrúar vegna veðurs
Ágætu foreldrar og forráðamenn Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir Suðurland á morgun, mánudaginn 7. febrúar. Vegna þess hefur verið ákveðið í samráði við Almannavarnir að grunnskólastarf í sveitarfélaginu Árborg falli niður á morgun. Kveðja,stjórnendur
TANNVERNDARVIKA 2022 – Fríar tannlækningar barna / Free dental treatment for children / Darmowe usugi stomatologiczne dla dzieci
English and polish belowFríar tannlækningar barna Vakin er athygli á því að tannlækningar barna eru greiddar að fulluaf Sjúkratryggingum, að frátöldu 2500 kr. Árlegu komugjaldi.Ef barnið þitt hefur ekki farið í tanneftirlit á síðustu tólf mánuðumer þörf á að panta …