100 daga hátíð

Um daginn hélt 1. HIJ upp á það að liðnir voru 100 dagar frá því að skólinn byrjaði. Hér má sjá frétt frá umsjónarkennurum um það sem gert var í tilefni dagsins:

Við héldum upp á það að við erum búin að vera 100 daga í skólanum. Það var mjög gaman og við fengum að gera alls konar skemmtilegt. Við byrjuðum á því að gera kórónu sem við skreyttum og heftuðum 10 strimla á sem við skreyttum með 10 myndum/formum samtals 100 myndir. Við teiknuðum líka mynd af okkur eins og við höldum að við verðum eftir 100 ár en þá verðum við líklega orðin frekar hrukkótt 🙂 Þegar við vorum búin að teikna myndina krumpuðum við blaðið saman og límdum grátt hár eða skegg á myndina. Þegar við vorum búin að þessu tíndum við 10 stykki af 10 tegundum af af alls konar morgunkorni og snakki. Í síðasta tímanum fengum við svo að horfa á bíómynd og borða snakkið með. Þetta var viðburðaríkur og skemmtilegur dagur sem við höfum beðið lengi eftir.