Sjóminjasafnið og fjaran
Nemendur í 2.-3. ES fóru um daginn til Eyrarbakka þar sem Sjóminjasafnið var skoðað og farið í fjöruna. Ferðin tókst vel og allir hegðuðu sér með sóma. Í fjörunni fundu nemendur ýmsar lífverur svo sem klettadoppur, krabba, dauðan fisk og fallega steina og skeljar.
Stafir, form og mynstur
Nemendur í 1. EIK unnu ýmis verkefni í liðinni viku. Unnið var með stafinn Íí og lagður inn stafurinn Aa og nemendur skrifuðu hann í úrklippu- og verkefnabók. Í sögubók var unnið með ,,bestu” árstíðina okkar og í stærðfræði var unnið með form og mynstur. Í hverri viku er stuðst við lífsleiknibókina um Tíslu. Þar eru stuttar sögur þar sem unnið er með skóla- og félagsfærni og tilfinningar. Í kjölfarið skapast fróðlegar og skemmtilegar umræður. Í vikunni var lesin sagan Tísla fer í frímínútur sem tók á neikvæðri hegðun í frímínútum og unnið með hugtökin reiði og fyrirgefningu. Farið var í Lyklakippuleikinn og Hver er undir teppinu og skemmtu allir sér konunglega. Smiðjur voru bæði […]
Heimsókn í LAVA setrið
Nemendur í 4. IM fóru í velheppnaða vettvangsferð í LAVA setrið á Hvolsvelli um daginn. Farið var upp á þak safnsins til að sjá hvaða eldfjöll sáust frá safninu. Því miður var skyggnið lélegt en þó sást aðeins til Vestmannaeyja. Síðan fengu nemendur kynningu á eldgosum og jarðskjálftum á Íslandi. Að henni lokinni var horft á fræðslumyndband […]
Vikupóstar frá umsjónarkennurum
Frá því að skólastarf hófst í haust hafa umsjónarkennarar sent fréttabréf/vikupósta til forráðamanna einu sinni í viku þar sem þeir hafa sagt frá vinnu síðustu daga og hvað sé framundan. Stuðst er við forritið Sway í Office 365 þar sem fréttirnar eru settar upp á fallegan, áhugaverðan og gagnvirkan hátt. Foreldrar hafa fengið vefslóð senda […]
Staða framkvæmda
Í dag heimsóttu skólastjórnendur byggingsvæðið að Heiðarstekk 10, ásamt sviðsstjóra fjölskyldusviðs og fulltrúum frá mannvirkja- og umhverfissviði. Framkvæmdir við Stekkjaskóla eru á mikilli siglingu. Í vikunni var skólalóðin malbikuð og á mánudaginn hefst vinna við hellulögn og frágang lóðarinnar. Búið er að setja saman leiktæki sem fara á skólalóðina. Þegar undirstöður fyrir þau verða tilbúnar […]