Stekkjaskóla gefin endurskinsvesti
Í dag föstudaginn 3. september var skólanum gefin 60 stk. af endurskinsvestum. Það var Gunnar Bjarki Rúnarsson verslunarstjóri Byko sem færði Hilmari skólastjóra vestin. Nú verða nemendur framvegis vel merktir þegar þeir fara í ferðir á vegum skólans sem er mjög mikið öryggismál. Einnig munu vestin koma að góðum notum þegar það fer að skyggja …
Covid 19 – Sóttvarnir
Embætti landlæknis og Almannavarnir hafa sett saman ágætar leiðbeiningar um hvernig haga skuli sóttvörnum í grunnskólum. Þessa fyrstu daga skólaársins hafa grunnskólar sveitarfélagsins sloppið við smit. Ef smit koma upp geta þau kallað á sóttkví nemenda og starfsmanna. Í leiðbeiningum Landlæknis og Almannavarna eru kynnt ný hugtök og nýjar leiðir í því hvernig brugðist er …
Náms- og upplýsingakerfið Mentor
Stekkjaskóli notar náms- og upplýsingakerfið Mentor, www.infomentor.is Aðstandendur og nemendur eiga sitt heimasvæði sem er kallað Minn Mentor. Hver og einn fer inn á sinni kennitölu og lykilorði þar sem hægt að fylgjast með skólagöngu barnanna. Til að komast á heimasvæði er farið inn á heimasíðu Mentors www.infomentor.is og smellt á „Innskráningu“. Notendanafnið er kennitalan …
Frístundaakstur
Frístundaakstur innan Selfoss hefst í dag, miðvikudaginn 25.ágúst. Frístundaakstur milli byggðarkjarna er áfram hluti af Árborgarstrætó. Frístundabíllinn ekur alla virka daga milli c.a. 13:05 og 16:30 samkvæmt tímatöflu og hefur það hlutverk að keyra börn milli grunnskóla, frístundaheimila og íþrótta- og frístundastarfs. Keyrt er að 20 manna bíl frá Guðmundi Tyrfingssyni ehf. sem er merktur …
Fyrsta skólasetning Stekkjaskóla
Í dag, þriðjudaginn 24. ágúst, var fyrsta skólasetning Stekkjaskóla. Hún fór fram í frístundarheimilinu Bifröst þar sem skólastarfið hefst þetta haustið. Hilmar Björgvinsson skólastjóri flutti skólasetningarræðu þar sem hann lagði m.a. áherslu á mikilvægi góðra samskipta og að öllum líði vel í skólanum. Hann fór yfir nokkra áhersluþætti skólans s.s. er varðar teymisvinnu og teymiskennslu, …