Uncategorized

Pínulitla Mjallhvít

Leikhópurinn  Lotta heimsótti Stekkjaskóla miðvikudaginn 7. febrúar með sýninguna Pínulitla Mjallhvít.  Leikritið var sýnt fyrir nemendur í 1.-4. bekk. Um var að ræða skemmtilega 30 mínútna sýningu sem var unnin uppúr sögunni um  Mjallhvíti og dvergunum sjö.   Sagan var sett upp í nýjan og frumlegan búning,  prýdd fallegum boðskap, frábærum húmor og góðum lögum.   Óhætt er […]

Pínulitla Mjallhvít Read More »

Gosmökkurinn sást frá Stekkjaskóla

Eld­gosið sem hófst að morgni miðvikudagsins 8. fe­brú­ar milli Sund­hnúks og Stóra-Skóg­fells sást víða að. Nemendur og starfsmenn Stekkjaskóla sáu vel birtuna og reykjarmökkinn frá eldgosinu af efri hæð skólans. Margir nemendur fóru upp á efri hæðina og gátu séð þessi sögulegu tíðindi. Þetta var þriðja gosið í grennd við Grindarvík og eitt stysta gosið

Gosmökkurinn sást frá Stekkjaskóla Read More »

Innritun í grunnskóla skólaárið 2024 – 2025

Innritun barna sem eru fædd árið 2018 og eiga að hefja skólagöngu í Sveitarfélaginu Árborg haustið 2024 fer fram á Mín Árborg til 20. febrúar næstkomandi.  Reglur um skólahverfi, innritun og umsóknir í grunnskóla Árborgar má finna hér fyrir neðan ásamt upplýsingum um skólahverfi á Skólaþjónusta. Reglur um skólahverfi, innritun og umsóknir í grunnskóla Árborgar

Innritun í grunnskóla skólaárið 2024 – 2025 Read More »

Kór Stekkjaskóla

Í næstu viku hefjast æfingar hjá kór Stekkjaskóla. Kórinn verður fyrir nemendur í 4.-6. bekk og verða kóræfingar á fimmtudögum kl. 9:30-10:30. Kórstjórar verða: Stefán Þorleifsson kórstjórnandi, tónlistarkennari og eigandi Tónsmiðju Suðurlands og Alexander Freyr Olgeirsson gítarleikari, tónlistarkennari og forstöðumaður frístundarklúbbsins Klettsins Stefán og Alexander komu í skólann í vikunni og  kynntu  fyrir nemendum í

Kór Stekkjaskóla Read More »

Starfsmenn óskast í Stekkjaskóla

Stekkjaskóli leitar eftir öflugu starfsfólki sem er tilbúið að taka þátt í skólaþróun og byggja upp farsælt skólastarf í nýjum grunnskóla.  Í Stekkjaskóla er lögð áhersla á teymiskennslu, teymisvinnu, tækni og nýsköpun, skapandi skólastarf, umhverfismál og jákvæðan skólabrag. Hér með eru auglýstar eftirfarandi stöður. Grunnskólakennari – kennsla nemenda með íslensku sem annað tungumál Stuðningsfulltrúi Sérfræðingur,

Starfsmenn óskast í Stekkjaskóla Read More »

Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Starfsfólk Stekkjaskóla óskar nemendum, forráðamönnum og öðrum velunnurum skólans gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Við þökkum fyrir ánægjulegt og gott samstarf á árinu sem er að líða. Kennsla hefst á nýju ári miðvikudaginn 3. janúar 2023. samkvæmt stundatöflu. Skrifstofa skólans er lokuð vegna jólaleyfis frá og með fimmtudeginum 21. desember til þriðjudagsins 2.

Gleðileg jól og farsælt komandi ár Read More »

Skemmtileg litlu jól

Það voru glaðir nemendur sem mættu prúðbúnir á litlu jólin þann 20. desember síðasliðinn.  Þeir mættu til að byrja með á stofujól á heimasvæðið sínu með bekkjarsystkinum sínum og starfsmönnum og áttu þar notarlegaog gleðilega stund saman. Jólasögur voru lesnar víða og smákökur borðaðar. Jólaballið var haldið að þessu sinní í hátíðarsal skólans þar sem

Skemmtileg litlu jól Read More »

Fréttabréf Stekkjaskóla

Stjórnendur Stekkjaskóla senda forráðamönnum fréttabréf reglulega. Þar er sagt frá ýmsu sem varðar innra starf skólans, sagt frá liðnum viðburðum, hvað er framundan o.fl. Umsjónarkennarar senda í hverri viku fréttabréf heim til síns árgangs og síðan eru fréttir og ýmsar upplýsingar á heimasíðu skólans. Hér má sjá fréttabréf til forráðamanna sem fór heim 15. desember

Fréttabréf Stekkjaskóla Read More »

Starfsáætlun Stekkjaskóla skólárið 2023-24

Samkvæmt 29 gr. grunnskólalaga ber grunnskólum að gefa út skólanámskrá og starfsáætlun. Skólanámskrá er nánari útfærsla á aðalnámskrá grunnskóla um markmið, inntak náms og námsmat, starfshætti og mat á árangri og gæðum skólastarfs. Í starfsáætlun er m.a. gerð grein fyrir skóladagatali, starfsáætlun nemenda, skólareglum, stoðþjónustu, félagslífi og öðru sem varðar starfsemi skólans ár hvert. Þar

Starfsáætlun Stekkjaskóla skólárið 2023-24 Read More »

Endurskinsmerkjadagar í Stekkjaskóla – átak

Er barnið þitt vel upplýst? Er það ekki örugglega að nota endurskinsmerki eða sýnileikavesti?  Á þessum árstíma er mjög dimmt úti og því mikilvægt að öll börn séu vel upplýst með endurskinsmerkjum og/eða í sýnileikavestum.   Endurskinsmerkjadagar í Stekkjaskóla   Þessa dagana er Stekkjaskóli með endurskinsmerkjadaga fram að jólum. Þetta er sérstak átak um að vera vel

Endurskinsmerkjadagar í Stekkjaskóla – átak Read More »