Þriðjudaginn 10. september kl. 17:00 verður fræðslu- og kynningarfundur fyrir forráðamenn 5. bekkjar. Fundurinn verður haldinn á heimasvæði árgangsins. Það er einlæg ósk að a.m.k. eitt foreldri komi frá hverju barni.
Fyrirlesturinn frá fjölskyldusviði heitir Barnið mitt, sjálfsmynd og áskoranir nútímans og síðan verða umsjónarkennarar barnanna með námsefniskynningu.