Þriðjudaginn 17. september er skertur skóladagur hjá nemendum skv. skóladagatali. Hefðbundnum skóladegi lýkur þá kl. 12:00.
Kennarar og aðrir uppeldismenntaðir starfsmenn í grunnskólum Árborgar vinna að ýmsum faglegum undirbúningi eftir hádegi. Dagskráin í Stekkjaskóla verður tileinkuð teymissáttmálum og skólanámskrárgerð.
Allir nemendur fara heim kl. 12:00 nema þeir sem eru í frístund. Stuðningsfulltrúar verða með frístundabörnin í leik og starfi þar til að starfsmenn frístundar taka við þeim á hefðbundnum tíma. Því mun skertur dagur ekki skerðast hjá börnum sem eru í frístund.
Allir nemendur borða áður en þeir fara heim.
Skólaakstur
Nemendur sem búa í dreifbýlinu og eru ekki í frístund verða keyrðir heim kl. 12:05.
Kærar kveðjur, skólastjórnendur Stekkjaskóla