Verkefni í tónmennt

Nemendur í 2. og 3. bekk fengu það verkefni um daginn að teikna örugga staðinn sinn útfrá laginu Myndin hennar Lísu eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur. Verkin hanga til sýnis inni í tónmenntarstofu.

Lagið Myndin hennar Lísu er búið að vera óopinbert lag mánaðarins nú í október, svo allir nemendur ættu að kunna að syngja það eða allavega þekkja það. Hér er linkur á undirspil,  ef ykkur langar til þess að syngja lagið með börnunum.

Myndin hennar Lísu 

Gult fyrir sól, grænt fyrir líf, 

grátt fyrir þá sem reka menn út í stríð. 

Hvítt fyrir börn, sem biðja um frið 

biðja þess eins að fá að lifa’ eins og við. 

Er ekki jörðin fyrir alla? 

Taktu þér blað, málaðu’ á það 

mynd þar sem að allir eiga öruggan stað. 

Augu svo blá, hjörtu sem slá 

hendur sem fegnar halda frelsinu á. 

Þá verður jörðin fyrir alla. 

Olga Guðrún Árnadóttir 

 

Við eigum mikla snillinga í skólanum okkar!  

Guðný Lára tónmenntakennari