Vegna fjölgunar nemenda auglýsum við eftir umsjónarkennara í 3.-4. bekk í 100% stöðuhlutfall.
Stekkjaskóli – umsjónarkennari óskast
Stekkjaskóli er nýr grunnskóli á Selfossi sem tók til starfa haustið 2021. Í Stekkjaskóla er lögð áhersla á teymiskennslu, teymisvinnu, tækni og nýsköpun, skapandi skólastarf, umhverfismál og jákvæðan skólabrag.
Vegna fjölgunar nemenda auglýsum við eftir umsjónarkennara í 3.-4. bekk í 100% stöðuhlutfall. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Leitað er eftir áhugasömum og framsæknum grunnskólakennara til að starfa í kennarateymi með tveimur öðrum umsjónarkennurum.
Menntun og hæfniskröfur:
- Leyfisbréf grunnskólakennara
- Frumkvæði, skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð
- Hæfni og áhugi á skólastarfi
- Góð færni í mannlegum samskiptum
- Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku
- Áhugi á skólaþróun og skapandi kennsluháttum mikilvægur
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Annast kennslu samkvæmt megin markmiðum Aðalnámskrá grunnskóla með hliðsjón af þörfum og þroska nemenda
- Umsjón með daglegu skólastarfi er varðar viðkomandi umsjónarhóp
- Er tengiliður umsjónarhóps innan skólans og við foreldra/forráðamenn
- Fylgist með velferð nemenda, hlúir að þeim andlega og líkamlega í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins svo að þeir fái notið sín sem einstaklingar
- Tekur þátt í skólaþróun í samræmi við stefnu skólans og sveitarfélagsins
Umsóknarfrestur er til og með 8. september 2022.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/FG. Vakin er athygli á stefnu Árborgar að jafna hlutfall kynjanna í störfum og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.
Nánari upplýsingar um störfin veitir Hilmar Björgvinsson, skólastjóri, hilmarb@stekkjaskoli.is , sími 480-1600 og Ástrós Rún Sigurðardóttir, aðstoðarskólastjóri, astros@stekkjaskoli.is , sími 480-1600. Sjá einnig heimasíðu skólans www.stekkjaskoli.is .
Umsóknum fylgi leyfisbréf, námsferilsvottorð, starfsvottorð frá fyrri vinnuveitendum og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið. Umsókn ásamt fylgigögnum skal skila í gegnum ráðningarvef sveitarfélagsins http://starf.arborg.is/. Allar umsóknir eru gildar í sex mánuði.
Hér má sjá auglýsinguna á ráðningarvef Árborgar.
Sjá frétt á sunnlenska.is um fjölgun nemenda í Stekkjaskóla.