Fyrr í mánuðinum var skrifað undir verksamning við ÞG-verk um byggingu á Stekkjaskóla í Björkurstykki.
Verkið felst í byggingu fyrsta áfanga nýs skóla í Björkurstykki á Selfossi. Byggingin er í nýju hverfi sem
er í uppbyggingu sunnan við núverandi byggð á Selfossi. Byggingin er steypt, tvær hæðir auk
kjallara/lagnagangs og er fyrsti áfangi 2500m2 að grunnfleti. Mannvirkið er klætt að utan, með steyptri
loftaplötu og viðsnúnu þaki. Verkið felst í uppsteypu og fullnaðarfrágangi hússins bæði úti og inni.
Verkinu á að vera lokið 30.06.2022 og kennsla að hefjast í nýjum glæsilegum skóla haustið 2022.