Fréttabréf til forráðamanna
Skólastjórnendur sendu út þriðja fréttabréf skólaársins til forráðamanna föstudaginn 5. apríl. Í fréttabréfinu er m.a. sagt frá því að Stekkjaskóli hlaut tvær tilnefningar til Menntaverðlauna Suðurlands, kynning á nýsamþykktum verklagsreglum Árborgar um viðbrögð þegar bregðast þarf við/stöðva óásættanlega og/eða skaðlega hegðun nemenda í grunnskólum Árborgar, umfjöllun um fyrirhugða þemadaga um fjölmenningu 17.-19. apríl og kynning …
Áföll barna og þróun sjálfsmyndar
Mánudaginn 8. apríl kl. 20:00 standa foreldrafélög Jötunheima, Goðheima, Álfheima, Árbæjar og Stekkjaskóla fyrir fyrirlestri sem heitir: Áföll barna og þróun sjálfsmyndar. Fyrirlesarar eru Katrín Katrínar og Theodór Francis klínískir félagsráðgjafar. Sjá nánar hér. Öll velkomin í Stekkjaskóla, foreldrafélögin
Stekkjaskóli – laus störf skólaárið 2024-2025
Stekkjaskóli auglýsir fjölbreyttar og áhugaverðar stöður fyrir næsta skólaár. Skólinn leggur m.a. áherslu á teymiskennslu, teymisvinnu, tækni og nýsköpun, skapandi skólastarf, umhverfismál og jákvæðan skólabrag. Umsjónarkennarar á yngsta- og miðstig Íþróttakennari, tímabundin ráðning Stuðningsfulltrúar á miðstig Matráður Umsóknarfrestur er til og með 8. apríl 2024. Upplýsingar um störfin veita Hilmar Björgvinsson, skólastjóri, hilmarb@stekkjaskoli.is , sími …
Skóladagatal Stekkjaskóla skólaárið 2024-2025
Á fundi fræðslu- og frístundarnefndar 13. mars síðastliðinn voru skóladagatöl leik- og grunnskóla fyrir skólaárið 2024-2025 samþykkt. Skóladagatal Stekkjaskóla er komið á heimasíðu skólans. Sjá hér.
Súpufundur þriðjudagskvöldið 19. mars kl. 19:00
Forvarnarteymi Árborgar í samstarfi við Lögregluna á Suðurlandi og Fjölskyldusvið Árborgar býður til súpufundar þriðjudaginn 19.mars kl. 19:00 í Stekkjaskóla.Þema fundarins er velferð og farsæld í nútímasamfélagi.Það er sameiginlegt verkefni okkar allra að hafa velferð og farsæld barna og ungmenna að leiðarljósi.Með auknu samstarfi á milli þjónustukerfa getum við enn frekar stutt við velferð fjölskyldna …