Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Skólasetning

By hilmarb | 18 ágúst, 2021

Stekkjaskóli verður settur í fyrsta sinn þriðjudaginn 24. ágúst 2021  í frístundarheimilinu Bifröst við Vallaskóla. Nemendur 1. bekkjar (f. 2015) verða boðaðir ásamt forráðamönnum með fyrirfram ákveðnu fundarboði til umsjónarkennara mánudaginn 23. ágúst og þriðjudaginn 24. ágúst. Skólasetning 2.-4. bekkja fer fram þriðjudaginn 24. ágúst, á 1. hæð Bifrastar, og er einn forráðamaður heimilaður með […]

Starfsmenn mættir til starfa

By hilmarb | 18 ágúst, 2021

Mánudaginn 16. ágúst mættu allir starfsmenn Stekkjaskóla til starfa í fyrsta sinn. Hilmar Björgvinsson skólastjóri bauð kraftmikinn starfsmannahóp hjartanlega velkominn. Hann nefndi að þetta væri söguleg stund nú þegar þriðji grunnskólinn á Selfossi tæki til starfa og sá fjórði í Árborg, sístækkandi sveitarfélagi. Ástrós Rún Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri ásamt Hilmari kynntu dagskrá starfsdaganna sem eru sex […]

Öll húsin komin á sinn stað

By hilmarb | 18 ágúst, 2021

Í byrjun vikunnar komu síðustu tvö húsin á skólalóð Stekkjaskóla. Sama dag voru þau hífð á sinn stað og er nú komin mynd á það hvernig Stekkjaskóli mun líta út. Gert er ráð fyrir því að kennsla hefjist í færanlegu kennslustofunum mánudaginn 20. september og er það mikið tilhlökkunarefni. Þá á skólahúsnæðið og skólalóðin að […]

Byggingaframkvæmdir á fullu

By hilmarb | 10 ágúst, 2021

Á skólalóð Stekkjaskóla eru miklar byggingaframkvæmdir. Á sama tíma og verið er að byggja færanlegar kennslustofur sem verða teknar í notkun þann 20. september næstkomandi eru framkvæmdir við 1. áfanga framtíðarhúsnæðis Stekkjaskóla einnig í gangi. Það húsnæði verður tekið í gagnið haustið 2022. Meðfylgjandi myndir voru teknar af framkvæmdum í gær, mánudaginn 9. ágúst. Þess […]

Skólastarf Stekkjaskóla hefst í Bifröst – Bréf til forráðamanna

By hilmarb | 5 ágúst, 2021

Skólastarf Stekkjaskóla mun hefjast í frístundaheimilinu Bifröst þetta skólaár. Eftirfarandi bréf var sent á foreldra í dag eftir að stjórnendur funduðu með starfsfólki sínu í morgun.   Kæru forráðamenn Bréf þetta er sent til ykkar til upplýsingar um stöðu framkvæmda við Stekkjaskóla. Því miður er orðið ljóst að húsnæði skólans og skólalóð verða ekki tilbúin […]