Vetrarfrí 17. – 18. febrúar
Mánudaginn 17. febrúar og þriðjudaginn 18. febrúar er vetrarfrí í grunnskólum Árborgar samkvæmt skóladagatali. Skólastarf hefst á ný miðvikudaginn 19. febrúar samkvæmt stundaskrá.Með óskum um ánægjulegt vetrarfrí,starfsfólk Stekkjaskóla
Innritun í grunnskóla skólaárið 2025 – 2026
Innritun barna sem eru fædd árið 2019 og eiga að hefja skólagöngu í Sveitarfélaginu Árborg haustið 2025 fer fram á Mín Árborg til 25. febrúar næstkomandi. Reglur um skólahverfi, innritun og umsóknir í grunnskóla Árborgar má finna hér fyrir neðan ásamt upplýsingum um skólahverfi á Skólaþjónusta. Reglur um skólahverfi, innritun og umsóknir í grunnskóla Árborgar […]
Röskun á skólastarfi fimmtudaginn 6. febrúar
Eftirfarandi gildir um stofnanir Sveitarfélags Árborgar fyrir fimmtudaginn 6. febrúar 2025: Röskun verður á skólastarfi Hefðbundið skólahald fellur niður. Grunn- og leikskólar verða með mikið skerta starfsemi, þeir halda úti lágmarksmönnun og taka á móti börnum í brýnni neyð. Það ber að tilkynna um komu barnanna í skólann með tölvupósti. Kveðja, stjórnendur.
Rauð veðurviðvörun á morgun – a red weather alert for tomorrow
Veðurstofa Íslands hefur uppfært verðurspá í rauða viðvörun á morgun frá kl 8:00 – 13:00. Í ljósi þess verður skólahald skert og skólaakstur fellur niður. Frekari upplýsingar koma í fyrramálið hvort unnt sé að opna stofnanir. Foreldrum og forsjáraðilum er bent á að fylgjast með á heimasíðum skólana og tölvupósti í fyrramálið. The Icelandic Met […]
Appelsínugul veðurviðvörun – fylgist með fréttum
Spáð er appelsínugulri viðvörun nú um tvö leytið skv. veðurspá Veðurstofunnar. Við biðjum forráðamenn að fylgjast vel með fréttum og veðurspá og sækja börnin sín ef spáin gengur eftir. Við munum senda póst til ykkar ef nýjar upplýsingar berast. Sjá vinnuferli sem er í gangi fyrir höfuðborgarsvæðið sem við vinnum einnig eftir hér í Árborg. […]