Sinfóníutónleikar
Miðvikudaginn 29. september heimsótti Sinfóníuhljómsveit Suðurlands alla 4. bekki í Árborg. Spilaði hljómsveitin fyrir nemendur nokkur skemmtileg lög, fluttu ævintýrið Lykilinn og nemendur sungu lagið Á Sprengisandi. Á tónleikunum kom 14 manna klassísk hljómsveit fram sem er smækkuð sinfóníuhljómsveit ásamt sögumanni og stjórnanda. Verkið Lykillinn sem er eins konar “íslenskur Pétur og úlfurinn”. Sagan segir frá stráknum Benna sem villist í þokunni ásamt hundinum Snata. Þeir lenda m.a. inni í girðingu hjá Geirmundi, mannýgasta nautinu í sveitinni og hitta álfastrák inni í kletti. Allt fer vel að lokum þegar þokunni léttir og amma og afi finna […]
Sjóminjasafnið og fjaran
Nemendur í 2.-3. ES fóru um daginn til Eyrarbakka þar sem Sjóminjasafnið var skoðað og farið í fjöruna. Ferðin tókst vel og allir hegðuðu sér með sóma. Í fjörunni fundu nemendur ýmsar lífverur svo sem klettadoppur, krabba, dauðan fisk og fallega steina og skeljar.
Stafir, form og mynstur
Nemendur í 1. EIK unnu ýmis verkefni í liðinni viku. Unnið var með stafinn Íí og lagður inn stafurinn Aa og nemendur skrifuðu hann í úrklippu- og verkefnabók. Í sögubók var unnið með ,,bestu” árstíðina okkar og í stærðfræði var unnið með form og mynstur. Í hverri viku er stuðst við lífsleiknibókina um Tíslu. Þar eru stuttar sögur þar sem unnið er með skóla- og félagsfærni og tilfinningar. Í kjölfarið skapast fróðlegar og skemmtilegar umræður. Í vikunni var lesin sagan Tísla fer í frímínútur sem tók á neikvæðri hegðun í frímínútum og unnið með hugtökin reiði og fyrirgefningu. Farið var í Lyklakippuleikinn og Hver er undir teppinu og skemmtu allir sér konunglega. Smiðjur voru bæði […]
Heimsókn í LAVA setrið
Nemendur í 4. IM fóru í velheppnaða vettvangsferð í LAVA setrið á Hvolsvelli um daginn. Farið var upp á þak safnsins til að sjá hvaða eldfjöll sáust frá safninu. Því miður var skyggnið lélegt en þó sást aðeins til Vestmannaeyja. Síðan fengu nemendur kynningu á eldgosum og jarðskjálftum á Íslandi. Að henni lokinni var horft á fræðslumyndband […]
Vikupóstar frá umsjónarkennurum
Frá því að skólastarf hófst í haust hafa umsjónarkennarar sent fréttabréf/vikupósta til forráðamanna einu sinni í viku þar sem þeir hafa sagt frá vinnu síðustu daga og hvað sé framundan. Stuðst er við forritið Sway í Office 365 þar sem fréttirnar eru settar upp á fallegan, áhugaverðan og gagnvirkan hátt. Foreldrar hafa fengið vefslóð senda […]