Hinsegin vika í Árborg
Vikan 24.-28. febrúar er hinsegin vika í Árborg þar sem markmiðið er að vekja athygli á fjölbreytileikanum. Skólarnir munu taka þátt, hver á sinn hátt en markmið allrar fræðslu er að upplýsa og vinna gegn fordómum. Miðvikudaginn 26. febrúar verður litríkur dagur í sveitarfélaginu og fræðsluerindi opið öllum íbúum sveitarfélagsins í Fsu kl.19:30. Sjá hér […]
Kennarar ganga út – kennsla fellur niður
Kennarasamband Íslands hefur verið í kjaraviðræðum við sína viðsemjendur, ríki og sveitarfélög undanfarna mánuði. Ríkissáttasemjari lagði fram innanhússtillögu í gær sem samninganefnd kennara samþykkti. Samninganefndir ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga höfðu frest til klukkan tíu í gærkvöldi til að taka afstöðu til tillögunnar. Fresturinn var framlengdur aftur fram að hádegi í dag. Kennarar ganga út […]
Vetrarfrí 17. – 18. febrúar
Mánudaginn 17. febrúar og þriðjudaginn 18. febrúar er vetrarfrí í grunnskólum Árborgar samkvæmt skóladagatali. Skólastarf hefst á ný miðvikudaginn 19. febrúar samkvæmt stundaskrá.Með óskum um ánægjulegt vetrarfrí,starfsfólk Stekkjaskóla
Innritun í grunnskóla skólaárið 2025 – 2026
Innritun barna sem eru fædd árið 2019 og eiga að hefja skólagöngu í Sveitarfélaginu Árborg haustið 2025 fer fram á Mín Árborg til 25. febrúar næstkomandi. Reglur um skólahverfi, innritun og umsóknir í grunnskóla Árborgar má finna hér fyrir neðan ásamt upplýsingum um skólahverfi á Skólaþjónusta. Reglur um skólahverfi, innritun og umsóknir í grunnskóla Árborgar […]
Röskun á skólastarfi fimmtudaginn 6. febrúar
Eftirfarandi gildir um stofnanir Sveitarfélags Árborgar fyrir fimmtudaginn 6. febrúar 2025: Röskun verður á skólastarfi Hefðbundið skólahald fellur niður. Grunn- og leikskólar verða með mikið skerta starfsemi, þeir halda úti lágmarksmönnun og taka á móti börnum í brýnni neyð. Það ber að tilkynna um komu barnanna í skólann með tölvupósti. Kveðja, stjórnendur.