Fréttir frá Stekkjaskóla
Stjórnendur skólans senda rafrænt fréttabréf til forráðamanna að jafnaði einu sinni í mánuði. Hér má sjá fréttabréfið sem var sent út 13. maí: Fréttabréf 7. tbl.
Kaffihúsafundur um innra mat Stekkjaskóla
Matsteymi Stekkjaskóla stendur fyrir kaffihúsafundi um innra mat skólans miðvikudaginn 18. maí kl. 13:30-15:30. Þátttakendur verða starfsmenn og forráðamenn. Rýnt verður í niðurstöður úr starfsmannakönnun Maskínu og foreldrakönnun Skólapúlsins. Þátttakendum verður skipt upp í sex hópa með u.þ.b. 5-6 þátttakendum í hverju hópi. Hver hópur fer á sex stöðvar/stofur þar sem ræða á ákveðnar niðurstöður …
Skóladagatal 2022-2023
Hér má sjá skóladagatal fyrir skólaárið 2022-2023. Einnig er flýtihnappur hér fyrir ofan á skóladagatal ársins og fyrir neðan það er skóladagatal næsta skólaárs.
Opinn fundur í skólaráði
Mánudaginn 16. maí kl. 16:15 verður haldinn fundur í skólaráði Stekkjaskóla. Fundurinn er opinn fyrir forráðamenn sem og aðra aðila skólasamfélagsins og eru allir hjartanlega velkomnir. Fundurinn verður í 4. bekkjarstofu sem er staðsett í suðurhluta skólans. Dagskrá: Kynning á fulltrúa grenndarsamfélagsins Starfið í vetur/starfsáætlun Áherslur næsta skólaárs Starfsmannamál – breytingar Skólapúlsinn – kynning á …
Myndataka á morgun í Stekkjaskóla þann 10. maí
Á morgun, þriðjudaginn 10. maí, verður myndataka í Stekkjaskóla. Teknar verða árgangamyndir af 1. og 4. bekk og einstaklingsmyndir af þeim sem vilja. Einnig ætlum við að fá hópmynd af öllum nemendum skólans ásamt starfsmönnum, til minningar um fyrsta starfsárið okkar. Ljósmyndarinn verður Laufey Ósk Magnúsdóttir frá Stúdíó Stund. Fyrirkomulagið er að foreldrar panta og …