Fræðslu- og kynningarfundur fyrir forráðamenn 5. bekkjar
Þriðjudaginn 10. september kl. 17:00 verður fræðslu- og kynningarfundur fyrir forráðamenn 5. bekkjar. Fundurinn verður haldinn á heimasvæði árgangsins. Það er einlæg ósk að a.m.k. eitt foreldri komi frá hverju barni. Fyrirlesturinn frá fjölskyldusviði heitir Barnið mitt, sjálfsmynd og áskoranir nútímans og síðan verða umsjónarkennarar barnanna með námsefniskynningu.
Fræðslu- og kynningarfundir fyrir forráðamenn
Í september verða fræðslu- og kynningarfundir fyrir forráðamenn nemenda. Fundirnir fyrir forráðamenn nemenda í 1. og 5. bekk eru á vegum umsjónarkennara, skólastjórnenda og skólaþjónustu Árborgar. Aðrir fundir sjá umsjónarkennarar og nemendur um og eru á skólatíma. Fyrsti fundurinn verður næstkomandi þriðjudag, 3. september kl: 17:00, fyrir forráðmenn barna í 1. bekk. Sjá nánar dagskrá […]
Skólasetning Stekkjaskóla
Skólasetning fer fram fimmtudaginn 22. ágúst 2024 í hátíðarsal skólans. Eftir stutta samkomu á sal munu nemendur hitta umsjónarkennara. Kl. 9:00 Nemendur í 1.-3. bekk, f. 2018, 2017 og 2016 Kl. 10:00 Nemendur í 4.-7. bekk, f. 2015, 2014, 2013 og 2012 Nemendur og forráðamenn 1. bekkjar (f. 2018) verða jafnframt boðaðir til viðtals með […]
Skrifstofa skólans opnar 6. ágúst eftir sumarlokun
Þriðjudaginn 6. ágúst opnar skrifstofa Stekkjaskóla eftir sumarlokun og sumarfrí starfsmanna. Skólasetning verður fimmtudaginn 22. ágúst og kennsla hefst skv. stundaskrá föstudaginn 23. ágúst. Skólastjórnendur
Umsjónarkennarar og stuðningsfulltrúar óskast
Auglýst er eftir umsjónarkennurum á yngsta- og miðstig í 100% starfshlutföll frá 1. ágúst 2024 eða eftir nánara samkomulagi. Leitað er eftir áhugasömum og framsæknum grunnskólakennurum sem vilja kenna í skóla sem m.a. leggur áherslu á teymiskennslu, teymisvinnu, tækni og skapandi skólastarf. Þekking, hæfni og áhugi á upplýsingatækni er mikilvæg ásamt þátttöku í skólaþróun. Sjá […]