Skólasetning

Stekkjaskóli verður settur í fyrsta sinn þriðjudaginn 24. ágúst 2021  í frístundarheimilinu Bifröst við Vallaskóla.

Nemendur 1. bekkjar (f. 2015) verða boðaðir ásamt forráðamönnum með fyrirfram ákveðnu fundarboði til umsjónarkennara mánudaginn 23. ágúst og þriðjudaginn 24. ágúst.

Skólasetning 2.-4. bekkja fer fram þriðjudaginn 24. ágúst, á 1. hæð Bifrastar, og er einn forráðamaður heimilaður með hverjum nemanda. Vegna COVID-19 eru forráðamenn beðnir um að gæta að sóttvörnum, vera með andlitsgrímur og viðhafa 1 metra nálægðarmörk. Eftir stutta samkomu munu nemendur hitta umsjónarkennara.

Kl. 9:00 Nemendur í 2. bekk, f. 2014.

Kl. 10:00 Nemendur í 3. bekk, f. 2013.

Kl. 11:00 Nemendur í 4. bekk, f. 2012.

 

Skólastjóri