Í dag heimsóttu skólastjórnendur byggingsvæðið að Heiðarstekk 10, ásamt sviðsstjóra fjölskyldusviðs og fulltrúum frá mannvirkja- og umhverfissviði.
Framkvæmdir við Stekkjaskóla eru á mikilli siglingu. Í vikunni var skólalóðin malbikuð og á mánudaginn hefst vinna við hellulögn og frágang lóðarinnar. Búið er að setja saman leiktæki sem fara á skólalóðina. Þegar undirstöður fyrir þau verða tilbúnar verða þau sett niður á sinn stað. Vinna við stofurnar gengur ágætlega. Búið er að mála 8 stofur og í næstu viku verður vonandi búið að mála allt skólahúsnæðið. Byrjað er að setja upp loftræstingu og kerfisloft og eftir helgi verður byrjað að dúkleggja einhver rými.
Á meðfylgjandi myndum sést hvernig staðan er á framkvæmdum við færanlegu stofurnar og umhverfi og eins við stóra skólann sem verður tekinn í notkun haustið 2022.