Fréttasafn
Fréttir frá Stekkjaskóla
Opinn fundur í skólaráði 7. maí og skertur dagur 8. maí
Þriðjudaginn 7. maí kl. 14:00 verður opinn fundur í skólaráði Stekkjaskóla. Miðvikudaginn 8. maí er skertur skóladagur hjá nemendum skv. skóladagatali. Hefðbundnum skóladegi lýkur þá kl. 12:30. Sjá nánar hér.
Kór Stekkjaskóla með tónleika föstudaginn 3. maí kl. 18:00
Kór Stekkjaskóla er með vortónleika föstudaginn 3. maí kl. 18:00. Þá eru foreldar, forráðamenn, afar og ömmur o.fl. velkomnir á örstutta tónleika (ca. 20-25 mínútur) þar sem við syngjum fyrir ykkur það sem við höfum verið að vinna með á […]
Tónleikar Tónlistarskóla Árnesinga og Tónsmiðju Suðurlands ásamt kór Stekkjaskóla
Fimmtudaginn, 2. maí verða tónleikar í Stekkjaskóla í samstarfi við Tónlistarskóla Árnesinga og Tónsmiðju Suðurlands. Tónleikarnir verða tvískiptir, kl. 8:30 stíga á svið nemendur í 1.-3. bekk og klukkan 9:10 nemendur í 4. – 6 bekk ásamt kór Stekkjaskóla. Foreldrum […]
Fjölmenning – Multiculturalism in Stekkjaskóli. Opið hús föstudaginn 19. apríl kl. 11:45-12:45
Þemadagarnir okkar, Fjölmenning í Stekkjaskóla, hafa farið vel af stað og nemendur mjög áhugasamir. Heimsókn á morgun föstudag 19. apríl frá kl. 11:45-12:45. Athugið þetta er örlítið breytt tímasetning miðað við fyrri auglýsingu. Á morgun, föstudag viljum við bjóða foreldrum […]
Þemadagar 17.-19. apríl – Fjölmenning í Stekkjaskóla
Dagana 17. -19. apríl verða þemadagar í Stekkjaskóla. Þemað er fjölmenning í Stekkjaskóla og verða unnin verkefni um löndin sem nemendur okkar tengjast. Við erum með nemendur frá 16 löndum, að Íslandi meðtöldu. Nemendum verður skipt í aldursblandaða hópa þessa […]
Fréttabréf til forráðamanna
Skólastjórnendur sendu út þriðja fréttabréf skólaársins til forráðamanna föstudaginn 5. apríl. Í fréttabréfinu er m.a. sagt frá því að Stekkjaskóli hlaut tvær tilnefningar til Menntaverðlauna Suðurlands, kynning á nýsamþykktum verklagsreglum Árborgar um viðbrögð þegar bregðast þarf við/stöðva óásættanlega og/eða skaðlega […]
Áföll barna og þróun sjálfsmyndar
Mánudaginn 8. apríl kl. 20:00 standa foreldrafélög Jötunheima, Goðheima, Álfheima, Árbæjar og Stekkjaskóla fyrir fyrirlestri sem heitir: Áföll barna og þróun sjálfsmyndar. Fyrirlesarar eru Katrín Katrínar og Theodór Francis klínískir félagsráðgjafar. Sjá nánar hér. Öll velkomin í Stekkjaskóla, foreldrafélögin […]
Stekkjaskóli – laus störf skólaárið 2024-2025
Stekkjaskóli auglýsir fjölbreyttar og áhugaverðar stöður fyrir næsta skólaár. Skólinn leggur m.a. áherslu á teymiskennslu, teymisvinnu, tækni og nýsköpun, skapandi skólastarf, umhverfismál og jákvæðan skólabrag. Umsjónarkennarar á yngsta- og miðstig Íþróttakennari, tímabundin ráðning Stuðningsfulltrúar á miðstig Matráður Umsóknarfrestur er til […]
Skóladagatal Stekkjaskóla skólaárið 2024-2025
Á fundi fræðslu- og frístundarnefndar 13. mars síðastliðinn voru skóladagatöl leik- og grunnskóla fyrir skólaárið 2024-2025 samþykkt. Skóladagatal Stekkjaskóla er komið á heimasíðu skólans. Sjá hér.
Súpufundur þriðjudagskvöldið 19. mars kl. 19:00
Forvarnarteymi Árborgar í samstarfi við Lögregluna á Suðurlandi og Fjölskyldusvið Árborgar býður til súpufundar þriðjudaginn 19.mars kl. 19:00 í Stekkjaskóla.Þema fundarins er velferð og farsæld í nútímasamfélagi.Það er sameiginlegt verkefni okkar allra að hafa velferð og farsæld barna og ungmenna […]
Bókun bæjarráðs um hreystivöll á skólalóð Stekkjaskóla
Á fundi bæjarráðs Árborgar 29. febrúar var tekið fyrir erindi frá skólaráði Stekkjaskóla þar sem skorað var á bæjarráð að kom upp skólahreystivelli á skólalóðinni. Eftirfarandi var bókað: Bæjarráð fagnar því að nemendur láti sig varða um hönnun skólalóðarinnar og […]
Skertur skóladagur fimmtudaginn 7. mars
Fimmtudaginn 7. mars er skertur skóladagur hjá nemendum skv. skóladagatali. Hefðbundnum skóladegi lýkur þá um kl. 13:00. Kennarar og aðrir uppeldismenntaðir starfsmenn í grunnskólum Árborgar verða með sameiginlega dagskrá eftir hádegi í Vallaskóla. Dagskráin er tileinkuð upplýsingatækni í skólastarfi og […]