Fyrstu færanlegu skólastofurnar komnar

Þann 21. júní komu fyrstu færanlegu kennslustofurnar á skólalóð Stekkjaskóla. Stofurnar eru smíðaðar í Reykjavík af fyrirtækinu Snorri ehf. Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar þær voru nýkomnar á Selfoss og hvernig þær líta út í dag á sínum stað. Á næstu dögum  koma fleiri stofur. Mikil kraftur er í framkvæmdum á skólalóð Stekkjaskóla og í hverfi skólans. Nýtt hringtorg hefur verið opnað á gatnamótum Suðurhóla, Norðurhóla og Björkurstekk. Einnig er búið að malbika mikið af göngustígum og götum í hverfinu.