Góðir gestir heimsóttu Stekkjaskóla fimmtudaginn 9. nóvember. Á ferðinni voru Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra, Teitur Erlingsson aðstoðarmaður ráðherra ásamt starfsmönnum ráðuneytisins þeim Þorsteini Hjartarsyni skrifstofustjóra og Viktori Berg Guðmundssyni sérfræðingi . Með þeim var Heiða Ösp Kristjánsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs Árborgar. Stjórnendur gengu með gestunum um skólann og litið var inn í nokkrar kennslustundir m.a. í smiðjur hjá 1. bekk og á námsefniskynningu sem nemendur í 6. bekk voru með fyrir ráðherra og gesti.
Stjórnendur kynntu jafnframt fyrir gestunum innra starf skólans og góðar umræður sköpuðust. Sagt var m.a. frá teymsikennslunni í Stekkjaskóla, þróunarverkefninu Stekkur til framtíðar, uppeldisstefnunni Jákvæðum aga og valsmiðjum á miðstigi. Ráðherra og gestir voru yfir sig hrifnir af skólahúsnæðinu og því gróskumikla starfi sem er í skólanum.