Ný stjórn foreldrafélags Stekkjaskóla

Aðalfundur foreldrafélags Stekkjaskóla var haldinn þann 12. september síðastliðinn. Pétur Aðalsteinsson,formaður foreldrafélagsins fór yfir ársskýrslu félagsins og Sólveig Ingadóttir fór yfir ársreikninga. Ákveðið var að hafa árgjald foreldrafélagsins óbreytt frá síðasta ári, 2.000 kr. á heimili óháð barnafjölda. Sjá skýrslu stjórnar hér.

Á meðfylgjandi mynd eru nýir og fráfarandi fulltrúar í stjórn.

Eftirfarandi foreldrafulltrúar eru í nýrri stjórn foreldrafélags Stekkjaskóla skólaárið 2023-2024:

  • Sólveig Ingadóttir formaður
  • Jón Páll Hilmarsson varaformaður
  • Eva María Pétursdóttir ritari
  • Róbert Sverrisson gjaldkeri
  • Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir meðstjórnandi

Fulltrúar í skólaráði Stekkjaskóla þetta skólaárið eru Smári Hallgrímsson og Arnar Páll Gíslason. Í lok fundar ræddi Hilmar skólastjóri framtíðaráform skólans.

Skólastjórnendur óska nýrri stjórn og fulltrúum í skólaráði til hamingju með kjörið og óskar félaginu velfarnaðar í störfum sínum. Jafnframt er fráfarandi stjórn og nefndarmönnum þökkuð frábær störf og gott og ánægjulegt samstarf.