Heimsókn í jarðskjálftamiðstöðina

Um daginn fór 4. HK í Auðlindarhóp í heimsókn í jarðsjálftamiðstöðina  í jarðskjálftaverkfræði við Háskóla Íslands. Lagt var af stað frá skóla rétt fyrir kl. 10 og hjólað ýmist á reiðhjólum, hlaupa- eða rafmagnshjólum að húsnæði jarðskjálftamiðstöðvar sem er í sama húsnæði félagsmiðstöðvarinnar Zelsíuz sem flestir þekkja.  Elínborg Gunnarsdóttir skrifstofustjóri tók á móti hópnum fór yfir starfsemina í húsinu og fræddi hópinn um jarðskjálfta, hvað ber að varast og öryggi.  Nemendur tileinkuðu sér orðin krjúpa, skýla í stuttri jarðskjálftaæfingu  og fengu síðan ís  að lokum. Nemendur stöðu sig mjög vel hlustuðu af athygli og voru skólanum til fyrirmyndar.

Heimsóknir sem þessar hafa það markmið að kynnast stofnunum og fyrirtækjum í nærumhverfinu.  Að fara saman sem hópur eru eitt að þeim mikilvægu félagsfærniverkefnum sem við vinnum með í Auðlindinni.

Klara