Loftmyndir af framkvæmdum 

Miklar byggingaframkvæmdir hafa verið undanfarnar vikur og mánuði á skólalóð Stekkjaskóla að Heiðarstekk 10 á Selfossi. Meðfylgjandi myndir tók Rúnar Sveinn Valgeirsson starfsmaður Auðlindar með dróna yfir verkstað 9. september síðastliðinn.   Auðlindin, atvinnu- og virkniþátttaka, hefur tekið að sér ýmis fjölbreytt verkefni fyrir stofnanir sveitafélagsins eins og þetta.

Á yfirlitsmyndunum sést vel hvernig færanlegu kennslustofurnar tíu líta út, með breiðum og góðum gangi sem tengir stofurnar saman. Þar sjást einnig framkvæmdir við skólalóðina og er áætlað að malbika hana í næstu viku. Við í Stekkjaskóla hlökkum virkilega til að flytja inn í nýja húsnæði skólans sem verður hið glæsilegasta. Áætlað er að öll aðstaða verði fullfrágengin fyrri hluta októbermánaðar. 

Á myndunum sést einnig hvað framkvæmdum við framtíðarhúsnæði Stekkjaskóla miðar vel áfram. Búið er að steypa upp hluta af 1. hæð skólans þar sem verða m.a. kennslurými fyrir tvo árganga, list- og verkgreinastofur, frístund, eldhús, matsalur og samkomusalur. Á efri hæðinni verður m.a. kennslurými fyrir tvo árganga til viðbótar, starfsmannaaðstaða, skrifstofur o.fl. 

Við þökkum Rúnari Sveini kærlega fyrir þessar glæsilegu myndir.