Stjórnendur Stekkjaskóla skoðuðu framkvæmdir

Síðastliðinn föstudag fóru stjórnendur Stekkjaskóla að skoða færanlegu kennslustofurnar að Heiðarstekk 10. 

Sigurður Ólafsson deildarstjóri framkvæmda- og tæknideildar Árborgar sem hefur yfirumsjón með framkvæmdunum gekk um svæðið með Hilmari skólastjóra, Ástrós Rún aðstoðarskólastjóra og Hildi deildarstjóra. Einnig voru með í för Atli Marel sviðstjóri, Óðinn umsjónarmaður fasteigna og Davíð Örn rekstrarstjóri, allir frá mannvirkja- og umhverfissviði Árborgar. 

Framkvæmdir eru vel á veg komnar og áætlað er að hægt verði að flytja inn í húsnæðið fyrri hluta októbermánaðar. Byrjað er að mála og framkvæmdir við skólalóðina eru hafnar.  Skólastjórnendur skólans eru virkilega ánægðir með húsnæðið, sem verður rúmgott og til fyrirmyndar.