Skertur skóladagur fimmtudaginn 7. mars

Fimmtudaginn 7. mars er skertur skóladagur hjá nemendum skv. skóladagatali. Hefðbundnum skóladegi lýkur þá um kl. 13:00. Kennarar og aðrir uppeldismenntaðir starfsmenn í grunnskólum Árborgar verða með sameiginlega dagskrá eftir hádegi í Vallaskóla. Dagskráin er tileinkuð upplýsingatækni í skólastarfi og hefur undirbúningshópur úr öllum skólunum haft veg og vanda að skipulaginu.

Allir nemendur fara heim kl. 13:00 nema þeir sem eru í frístund. Starfsmenn frístundar taka þá við frístundabörnunum og því mun þetta ekki hafa nein áhrif á þann hóp.

Aðrir nemendur í 1.-4. bekk fara heim um kl. 13:00 og hefur skertur skóladagur lítil áhrif á þá. Stuðningsfulltrúar verða í skólanum í lok dags ef einhverjir nemendur þurfa að bíða í 10 mínútur eftir að verða sóttir.

Nemendur í 5.-6. bekk hætta í skólanum rúmri einni kennslustund fyrr en venjulega.

Skólaakstur

Nemendur í 3.-6. bekk sem búa í dreifbýlinu verða keyrðir heim kl. 13:15.

 

Hér má sjá vinnustofurnar sem verða í boði fyrir starfsmenn:

1. Gervigreind í undirbúningi kennslu
Umsjón: Ragnar Þór Pétursson

Lýsing á vinnustofu: Við skoðum kosti og galla gervigreindar í starfi kennara og nemenda. Athugum hvernig hún getur nýst okkur og nemendum okkar, hvaða áskoranir fylgja henni og hvernig hægt er að mæta þeim.

2. Rafræn plaköt – uppbrot með Pages
Umsjón: Sigurþór Hjalti Gústafsson

Lýsing á vinnustofu: Áður fyrr var til forrit sem hét Book Creator sem naut vinsælda meðal kennara. Eftir að það forrit hvarf úr Apple flórunni fór fólk ýmist að skoða önnur uppbrots forrit. Í raun hvarf það forrit alls ekki heldur var það sameinað ritvinnslu forriti Apple, Pages.
Í þessari vinnustofu lærum við hvernig breyta má skjali í Pages úr ritvinnslu yfir í uppbrot og prufum okkur áfram í því. Reynsla mín af forritinu með nemendum er við gerð bæklinga, rafrænna plakata, uppsetningu fréttablaðs, uppsetningu forsíðna og margt fleira.

3. Vefsíðugerð í Google Site umhverfi
Umsjón: Sigurður Halldór Jesson

Lýsing á vinnustofu: Vefsíðugerðarforrit verða stöðugt aðgengilegri. Í Vallaskóla hefur forritið Google Site verið nýtt í kennslu í unglingadeild um nokkurt skeið með góðum árangri. Stiklað verður á stóru um hvernig nota á forritið og möguleikar þess kynntir. Nauðsynlegt er að þeir sem sækja kynninguna eigi virkan Google aðgang.

4. Breakout Education
Umsjón: Davíð Ásgrímsson

Lýsing á vinnustofu: Vantar þig góðar hugmyndir að kveikjum eða einfaldlega fara í skemmtilega og lausnamiðaða leiki með nemendum. Breakout er frábær leið til að vinna með. Farið verður yfir hvernig nota má Breakout, bæði kassana sjálfa og netleik, í kennslu.

5. FabLab í skólastarfi
Umsjón: Magnús St. Magnússon í FSu

Lýsing á vinnustofu: FabLab Selfoss stendur fyrir vinnustofu fyrir kennara og leiðbeinendur þar sem lögð verður áhersla á þjálfun við að koma stafrænni framleiðslutækni enn betur inn í skólakerfið og skapa þannig aukin tækifæri fyrir ungt fólk við að tileinka sér færni 21. aldarinnar.
Fab Lab er stytting á enska heitinu ,,fabrication laboratory” og er stundum kölluð stafræn smiðja á íslensku.
Í FabLab smiðju er búnaður til þess að raungera hugmyndir með hjálp tölvustuddrar hönnunar og framleiðslutækni. Þar eru meðal annars tölvustýrðir laserskerar, vinylskerar, fræsivélar, þrívíddarskannar og þrívíddarprentarar. Þátttakendur þurfa ekki að taka neinn búnað með sér á vinnustofuna, en gott að mæta með opin huga og mikinn áhuga.

6 .iPad á yngsta stigi
Umsjón: Leifur Viðarsson

Lýsing á vinnustofu: Farið verður yfir hvernig við í Stekkjaskóla erum að nota iPad á yngsta stigi. Nokkur verkefni sýnd og þátttakendur fá að prófa. Einnig skoðum við aðeins utanumhald á tækjunum sjálfum, búnaðurinn sem við höfum skoðaður og farið yfir reglur sem þeim fylgja.

7. Forritun á yngsta stigi
Umsjón: Ólöf Kristín Knappett Ásgeirsdóttir

Lýsinga á vinnustofu: Kennd verða grunnatriði í ScratchJr og hvernig hægt er að tengja forritið við vinnu í ritun. Einnig verður forritið Kodable skoðað. Umræður og að prófa sjálf.

8. Microsoft Teams Education útgáfan
Umsjón: Ingvar Jónsson og Sigríður Sigurðardóttir

Lýsing á vinnustofu: Kynning á því hvernig Grunnskólinn í Þorlákshöfn og Sunnulækjarskóli nota Teams Education í innra skipulagi skóla og verkefnastjórnun með nemendum. Farið verður yfir möguleikana sem Teams Class býður uppá.