Heimsókn í LAVA setrið

Nemendur í 4. IM fóru í velheppnaða vettvangsferð í LAVA setrið á Hvolsvelli um daginn.  Farið var  upp á þak safnsins til að sjá hvaða eldfjöll sáust frá safninu. Því miður var skyggnið lélegt en þó sást aðeins til Vestmannaeyja. Síðan fengu nemendur kynningu á eldgosum og jarðskjálftum á Íslandi. Að henni lokinni var horft á fræðslumyndband um öll eldgos sem hafa verið á Íslandi og fannst börnunum það verulega merkilegt. Að lokum var gengið í þremur hópum í gegnum sýninguna þar sem nemendur fengu að fikta og prófa allskonar gagnvirkan búnað sem fræddi þau um jarðvirkni og eldhræringar á Íslandi. 

Eftir að nemendur skoðuðu safnið var nestið borðað undir berum himni og leikið sér á leikvelli í nágrenninu áður en haldið var heim. 

Sjá heimasíðu: Lava – Eldfjalla- og jarðskjálftamiðstöð Íslands