Stafir, form og mynstur 

Nemendur í 1. EIK unnu ýmis verkefni í liðinni viku. Unnið var með stafinn Íí og lagður inn stafurinn Aa og nemendur skrifuðu  hann í úrklippu- og verkefnabók. Í sögubók var unnið með ,,bestu” árstíðina okkar og í stærðfræði var unnið  með form og mynstur.  

Í hverri viku er stuðst við lífsleiknibókina um Tíslu. Þar eru stuttar sögur þar sem unnið er með skóla- og félagsfærni og tilfinningar. Í kjölfarið skapast fróðlegar og skemmtilegar umræður. Í vikunni var lesin sagan Tísla fer í frímínútur sem tók á neikvæðri hegðun í frímínútum og unnið með hugtökin reiði og fyrirgefningu. Farið var í  Lyklakippuleikinn og Hver er undir teppinu og skemmtu allir sér konunglega. 

Smiðjur voru bæði á þriðjudag og miðvikudag. Lauf og tígull fóru í heimilisfræði og æfðu sig í að smyrja og skera. Þar sem unnið hefur verið með skynfærin undanfarið  lauk deginum með því  smakka, þefa, snerta og hlusta. Börnunum fannst það mjög spennandi.