Fleiri kennslustofur

Í fyrrakvöld komu þrjú hús til viðbótar á skólalóð Stekkjaskóla. Þau voru síðan hífð á sinn stað í gær ásamt grindum í tengiganginn.

Nú er verið að undirbúa sökkla fyrir næstu fjögur hús sem berast á verkstað eftir tæpar tvær vikur.

Á meðfylgjandi myndum má sjá að miklar framkvæmdir eru á við færanlegu stofurnar og við stóru bygginguna þar sem verið var að steypa þegar myndirnar voru teknar.