Bókamessa í Stekkjaskóla

Í dag 16. nóvember er Dagur íslenskrar tungu á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar skálds (1807-1845). Í gær var haldið upp á daginn í Stekkjaskóla með okkar árlegu bókamessu.  Markmið bókamessunnar er að vera með lestrarhvetjandi hátíð, fagna íslenska tungumálinu og gefa gömlum bókum nýtt líf.   Síðustu daga komu nemendur með bók eða bækur í skólann …

Bókamessa í Stekkjaskóla Read More »

Starfsdagur og foreldraviðtöl 4.-5. nóvember

Samkvæmt skóladagatali skólans er starfsdagur mánudaginn 4. nóvember og þriðjudaginn 5. nóvember eru foreldra- og nemendaviðtöl. Mánudaginn 4. nóvember er starfsdagur og því enginn skóli. Frístund verður þó opin fyrir þau börn sem eru skráð. Sjá hér. Þennan dag verða starfsmenn í ýmsum undirbúningi s.s. fyrir foreldradaginn sem verður daginn eftir. Einhver foreldraviðtöl verða þó …

Starfsdagur og foreldraviðtöl 4.-5. nóvember Read More »

Haustfrí 17.-18. október

Fimmtudaginn 17. október og föstudaginn 18. október verður haustfrí í grunnskólum Árborgar. Það verður því frí hjá nemendum Stekkjaskóla þessa daga og í frístundaheimilinu Bjarkarbóli.  Gleðilegt haustfrí.  Starfsfólk Stekkjaskóla 

Haustþing kennara

Eins og fram hefur komið í vikubréfum kennara og á skóladagatali er starfsdagur næstkomandi föstudag, 27. september. Þennan dag eru kennarar og annað uppeldismenntað starfsfólk á Haustþingi kennarafélags Suðurlands. Haustþingið hefst á fimmtudaginn eftir hádegi. Á fimtudaginn lýkur skóla hjá öllum kl:13:00 í stað 13:10. Nemendur á frístund ljúka deginum sínum hér kl:13 og fara …

Haustþing kennara Read More »

Skertur dagur þriðjudaginn 17. september

Þriðjudaginn 17. september er skertur skóladagur hjá nemendum skv. skóladagatali. Hefðbundnum skóladegi lýkur þá kl. 12:00.  Kennarar og aðrir uppeldismenntaðir starfsmenn í grunnskólum Árborgar vinna að ýmsum faglegum undirbúningi eftir hádegi. Dagskráin í Stekkjaskóla verður tileinkuð teymissáttmálum og skólanámskrárgerð.   Allir nemendur fara heim kl. 12:00 nema þeir sem eru í frístund.  Stuðningsfulltrúar verða með …

Skertur dagur þriðjudaginn 17. september Read More »

Aðalfundur foreldrafélags Stekkjaskóla

Aðalfundur foreldrafélags Stekkjaskóla verður haldinn á kaffistofu starfsfólks skólans á þriðjudaginn 10. september, kl. 20:00. Fyrir liggur að ekki muni allir núverandi stjórnarmeðlimir gefa kost á sér til endurkjörs og hvetjum við því áhugasama til að mæta á fundinn og gefa kost á sér til starfans. Við hvetjum einnig þá sem ekki hafa áhuga á …

Aðalfundur foreldrafélags Stekkjaskóla Read More »

Fræðslu- og kynningarfundur fyrir forráðamenn 5. bekkjar

Þriðjudaginn 10. september kl. 17:00 verður fræðslu- og kynningarfundur fyrir forráðamenn 5. bekkjar. Fundurinn verður haldinn á heimasvæði árgangsins. Það er einlæg ósk að a.m.k. eitt foreldri komi frá hverju barni. Fyrirlesturinn frá fjölskyldusviði heitir Barnið mitt, sjálfsmynd og áskoranir nútímans og síðan verða umsjónarkennarar barnanna með námsefniskynningu.

Fræðslu- og kynningarfundir fyrir forráðamenn

Í september verða fræðslu- og kynningarfundir fyrir forráðamenn nemenda. Fundirnir fyrir forráðamenn nemenda í 1. og 5. bekk eru á vegum umsjónarkennara, skólastjórnenda og skólaþjónustu Árborgar. Aðrir fundir sjá umsjónarkennarar og nemendur um og eru á skólatíma. Fyrsti fundurinn verður næstkomandi þriðjudag, 3. september kl: 17:00, fyrir forráðmenn barna í 1. bekk. Sjá nánar dagskrá …

Fræðslu- og kynningarfundir fyrir forráðamenn Read More »

Skólasetning Stekkjaskóla

Skólasetning fer fram fimmtudaginn 22. ágúst 2024 í hátíðarsal skólans. Eftir stutta samkomu á sal munu nemendur hitta umsjónarkennara.    Kl. 9:00 Nemendur í 1.-3. bekk, f. 2018, 2017 og 2016     Kl. 10:00 Nemendur í 4.-7. bekk, f. 2015, 2014, 2013 og 2012    Nemendur og forráðamenn 1. bekkjar (f. 2018) verða jafnframt boðaðir til viðtals með …

Skólasetning Stekkjaskóla Read More »