Umsjónarkennarar senda forráðamönnum fréttabréf að jafnaði einu sinni í viku. Fréttbréfin eru gerð í forritinu Sway sem er í Microsoft Office pakkanum. Hér má sjá fréttir frá 2.-3. ES frá 28. janúar .
Kæru foreldrar og forráðamenn!
Í næstu viku, fimmtudag og föstudag, verða starfsdagar í Stekkjaskóla. Á föstudeginum verða viðtöl og í boði er að mæta á staðinn eða taka viðtalið á Teams.
Inga Dröfn þroskaþjálfi er að fara af stað með námskeið sem heitir Fjársjóðsleitin. Fjársjóðsleitin er sjálfstyrkingarnámskeið fyrir börn þar sem þau leita að sínum innri fjársjóði og styrkleikum. Hvorum bekk er skipt upp í tvo hópa.
Við erum æfa okkur í að nota I-pada í skólastarfinu. Við höfum m.a. prófað forrit sem heitir Book Creator sem býður upp á að búa til rafræna bók. Börnin skrifa inn texta, setja inn myndir og geta tekið upp röddina sína með hljóðnema.
Þar sem veðrið hefur verið síbreytilegt þessa vikuna og gular og appelsínugular viðvaranir til skiptist hittist svo skemmtilega á að í 3. bekk vorum við að fjalla um veður í náttúru- og samfélagsfræði og gerðum m.a. tilraun með ísklaka og hvað bræðir þá best. Það kom í ljós að salt og heitt loft er best til þess fallið að bræða ísklaka.
Sjálfsmatsblöðin fyrir foreldraviðtölin fara heim í dag og eru í lestrarvösunum.
Við minnum á heimalesturinn og að klæða sig eftir veðri hvern dag. Sundföt og íþróttaföt þurfa að koma með börnunum í skólann þegar það á við.
Með kærri kveðju og góða helgi.
Eyrún, Jóhanna og Steinunn