Starfsdagur verður í Stekkjaskóla fimmtudaginn 2. febrúar. Þennan dag eru starfsmenn í ýmsum undirbúningi og eru umsjónarkennarar að undirbúa foreldraviðtöl. Einhver foreldraviðtöl verða einnig þennan dag.
Föstudaginn 3. febrúar er foreldradagur þar sem umsjónarkennarar hitta nemendur ásamt forráðamönnum. Umsjónarkennarar sendu upplýsingar um viðtölin í vikubréfum sínum síðastliðinn föstudag.
Framkvæmdir við nýbyggingu skólans eru langt komnar. Skólastjórnendur funduðu með deildarstjóra mannvirkja- og umhverfissviðs þriðjudaginn 31. janúar varðandi nýbygginguna og fyrirhugaða flutninga. Þar kom fram að í lok næstu viku verður vonandi hægt að tímasetja öryggisúttekt. Í framhaldi af úttekt verður hægt að segja til um hvenær starfsleyfi fæst og tímasetja flutninga.
Sjá nánar bréf.