Þriðjudaginn 6. september verður kynningarfundur fyrir forráðamenn nemenda í 1. bekk sem ber yfirskriftina ,,Að hefja nám í grunnskóla“. Hann verður haldinn í matsal skólans. Á fundinum verða stutt fræðsluerindi frá Stekkjaskóla og Skólaþjónustu Árborgar. Þeir sem verða með innlegg verða stjórnendur skólans, umsjónarkennarar árgangsins, deildarstjóri Skólaþjónustu Árborgar, yfirsálfræðingur skólaþjónustunnar og kennsluráðgjafi.
Þess má geta að dagskráin frá skólaþjónustunni er samræmd í 1. árgangi allra grunnskólanna í Árborg þannig að forráðamenn sem eiga börn í 1. bekk fá samskonar fræðslu.
Sjá dagskrána hér.
Við hlökkum til að sjá sem flesta forráðamenn barna í 1. bekk
Kaffi og veitingar í boði