Ólympíuhlaup ÍSÍ

Nemendur og starfsmenn Stekkjaskóla ætla að taka þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ áður Norræna skólahlaupið fimmtudaginn 7. september. Eitt af markmiðum hlaupsins er að hvetja nemendur til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.

Hlaupið byrjar hjá færanlegu stofununum, sama stað og í fyrra.

Íþróttakennarateymi skólans, þær Alda, Auður María og Viktorija hafa haft veg og vanda af undirbúningi hlaupsins. Hér má sjá bréf sem fór heim til forráðamanna.