Kynningafundir fyrir forráðamenn framundan

Á næstu dögum verða fræðslu- og kynningarfundir fyrir forráðamenn nemenda.

Fundirnir fyrir forráðamenn nemenda í 1. og 5. bekk eru á vegum umsjónarkennara, skólastjórnenda og skólaþjónustu Árborgar. Aðrir fundir sjá umsjónarkennarar um og eru á skólatíma.

Fyrsti fundurinn verður næstkomandi miðvikudag kl:17:00 fyrir forráðmenn barna í 1. bekk. Sjá nánar dagskrá fundarins hér.

Fundurinn fyrir forráðamenn nemenda í 5. bekk verður miðvikudaginn 13. september.

Það er okkar einlæga ósk að a.m.k. annað foreldri/forsjáraðili sjái sér fært að mæta á fundina. Bestu kveðjur, stjórendateymi Stekkjaskóla