Fyrirhugað var að halda vorskóla fyrir nemendur verðandi 1.bekkjar Stekkjaskóla í byrjun maí. Vegna aðstæðna í samfélaginu og C-19 smita í nærumhverfinu var ákveðið að fresta honum eins og kom fram í bréfi til forráðamanna 23. apríl síðastliðinn. Ekki var hægt að blanda saman börnum og starfsfólki frá fjórum leikskólum bæjarins ásamt starfsfólki grunnskólanna.
Í bréfi til forráðamanna þann 4. maí síðastliðinn var síðan tilkynnt sú ákvörðun allra stjórnenda grunnskólanna í Árborg að hætta við fyrirhugaðan vorskóla á þessu skólaári vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem skapast hafa í þjóðfélaginu. Hugað verður sérstaklega að því að skólabyrjun í ágúst taki mið af því að börnin hafi ekki fengið þá skólaaðlögun sem til stóð.
Skólastjórnendur Stekkjaskóla stefna á að kynna skólann fyrir forráðamönnum barna í 1.- 4. bekk í lok maí eða í fyrri hluta júní mánaðar með tilliti til samkomutakmarkanna. Fyrirkomulag og dagsetningar verða kynntar þegar þær liggja fyrir.