Viðburðarríkur skreytingardagur í Stekkjaskóla

Föstudaginn 29. nóvember var skemmtilegur skreytingardagur í skólanum. Nemendur og starfsmenn tóku sig til og gerðu ýmislegt jólaskraut og skreyttu stofurnar sínar og opin svæði. Í tilefni dagsins fengu allir nemendur kakó og piparkökur.

Þennan dag var jafnframt söngstund í tilefni af degi íslenskrar tónlistar í matsal skólans. Samsöngur þar sem margir skólar á landinu sungu lagið Húsið og ég með Helga Björnssyni og kór sem var í beinni útsendingu á skjánum.

Dagurinn endaði síðan með rokktónleikum með skólahljómsveit Stekkjaskóla.  Hljómsveitin, sem heitir Stekkarnir, var stofnuð í kringum valgrein á miðstigi undir stjórn Leifs kennara. Tónleikarnir voru alveg frábærir með hæfileikaríkum nemendum skólans.