Starfsfólk óskast í Stekkjaskóla
Stekkjaskóli fer stækkandi og nú vantar okkur öflugt fólk í frábæran starfsmannahóp skólans. Næsta haust byrjum við með unglingstig og því vantar okkur m.a. deildarstjóra eldri deildar sem er ný staða hjá okkur og tvo umsjónarkennara í 8. bekk. Einnig vantar okkur náttúrufræðikennara, stuðningsfulltrúa, aðstoðarmatráð og umsjónarkennara á yngsta- og miðstig. Spennandi tækifæri fyrir þá […]
Nemendur Stekkjaskóla sigruðu Svakalegu upplestrarkeppnina
Við fengum góðan gest í heimsókn til okkar fimmtudaginn 20. mars þegar Blær Guðmundsdóttir kom og veitti okkur viðurkenningu og bókaverðlaun fyrir að hafa unnið Svakalegu lestrarkeppnina á Suðurlandi sem haldin var síðasta haust. Nemendur Stekkjaskóla lásu alls 93.522 blaðsíður á einum mánuði og tryggði sér þar með titilinn að vera langbesti lestrarskóli Suðurlands 2024. […]
Skemmtun fyrir nemendur 5.-7. bekkjar tókst vel
Fimmtudaginn 20. mars, stóð nemendaráð Stekkjaskóla fyrir skemmtun fyrir nemendur í 5.–7. bekk í samstarfi við félagsmiðstöðina Zelsíuz. Skemmtunin fór fram í sal skólans sem var vel sótt eða um 80% nemenda. Þetta er fyrsta skemmtunin af þessu tagi sem haldin er í skólanum. Nemendur nutu sín við ýmsar skemmtilegar afþreyingar, m.a. dans, borðtennis, spil, […]
Skertur dagur í dag, miðvikudaginn 19. mars, í grunnskólum Árborgar
Í dag miðvikudaginn 19. mars er skertur skóladagur hjá nemendum skv. skóladagatali. Grunnskólakennarar í Árborg og aðrir uppeldismenntaðir vemeð sameiginlega dagskrá í Stekkjaskóla eftir hádegi. Dr. Sigrún Gunnarsdóttir mun vera með erindi og vinnustofur um vinnustaðamenningu og vellíðan starfsmanna. Allir nemendur fara heim kl. 12:00 nema þeir sem eru í frístund. Stuðningsfulltrúar verða með […]
Öskudagur – skertur dagur
Á morgun, miðvikudaginn 5. mars, er öskudagurinn. Það má gera ráð fyrir því að það verði líf og fjör í skólanum eins og undanfarin ár. Við hvetjum nemendur og starfsmenn til að mæta í búningum og gera sér glaðan dag. Við minnum nemendur á að geyma leikfangavopnin sín heima. Sundkennsla fellur niður á morgun og […]