Skertur dagur fimmtudaginn 21. nóvember
Fimmtudaginn 21. nóvember er skertur skóladagur hjá nemendum skv. skóladagatali. Hefðbundnum skóladegi lýkur þá kl. 12:00. Þennan dag eru grunnskólakennarar í Árborg og aðrir uppeldismenntaðir með sameiginlega dagskrá í Stekkjaskóla eftir hádegi. Ásta Kristánsdóttir hjá KVAN verður með fyrirlestur um bekkjarstjórnun og foreldrasamskipti. Í kjölfarið verða fundir í árgangateymum og fagteymum þvert á skólana. …
Bókamessa í Stekkjaskóla
Í dag 16. nóvember er Dagur íslenskrar tungu á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar skálds (1807-1845). Í gær var haldið upp á daginn í Stekkjaskóla með okkar árlegu bókamessu. Markmið bókamessunnar er að vera með lestrarhvetjandi hátíð, fagna íslenska tungumálinu og gefa gömlum bókum nýtt líf. Síðustu daga komu nemendur með bók eða bækur í skólann …
Starfsdagur og foreldraviðtöl 4.-5. nóvember
Samkvæmt skóladagatali skólans er starfsdagur mánudaginn 4. nóvember og þriðjudaginn 5. nóvember eru foreldra- og nemendaviðtöl. Mánudaginn 4. nóvember er starfsdagur og því enginn skóli. Frístund verður þó opin fyrir þau börn sem eru skráð. Sjá hér. Þennan dag verða starfsmenn í ýmsum undirbúningi s.s. fyrir foreldradaginn sem verður daginn eftir. Einhver foreldraviðtöl verða þó …
Haustfrí 17.-18. október
Fimmtudaginn 17. október og föstudaginn 18. október verður haustfrí í grunnskólum Árborgar. Það verður því frí hjá nemendum Stekkjaskóla þessa daga og í frístundaheimilinu Bjarkarbóli. Gleðilegt haustfrí. Starfsfólk Stekkjaskóla
Haustþing kennara
Eins og fram hefur komið í vikubréfum kennara og á skóladagatali er starfsdagur næstkomandi föstudag, 27. september. Þennan dag eru kennarar og annað uppeldismenntað starfsfólk á Haustþingi kennarafélags Suðurlands. Haustþingið hefst á fimmtudaginn eftir hádegi. Á fimtudaginn lýkur skóla hjá öllum kl:13:00 í stað 13:10. Nemendur á frístund ljúka deginum sínum hér kl:13 og fara …