Skólasetning Stekkjaskóla
Skólsetning Stekkjaskóla verður mánudaginn 25. ágúst 2025 í hátíðarsal skólans. Eftir stutta samkomu á sal munu nemendur hitta umsjónarkennara. Kl. 9:00 Nemendur í 1.-4. bekk, f. 2019-2016 Kl. 10:00 Nemendur í 5.-8. bekk, f. 2015-2012 Nemendur og forráðamenn 1. bekkjar (f. 2019) verða jafnframt boðaðir til viðtals með umsjónarkennara. Allir grunnskólar sveitarfélagsins Árborgar verða settir […]
Umsjónarkennarar óskast á yngsta- og miðstig
Stekkjaskóli auglýsir eftir umsjónarkennurum á yngsta- og miðstig í 100% starfshlutföll frá og með 1. ágúst 2025. Leitað er eftir áhugasömum og framsæknum grunnskólakennurum sem vilja kenna í skóla sem m.a. leggur áherslu á teymiskennslu, teymisvinnu, tækni og skapandi skólastarf. Umsóknarfrestur er til og með 11. ágúst. Sjá nánar hér.
Sumarfrí – skrifstofa skólans opnar 5. ágúst
Við óskum nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars. Njótið samverustunda og útiveru og sjáumst hress og kát í ágúst. Skrifstofa skólans opnar eftir sumarleyfi þriðjudaginn 5. ágúst. Skólasetning verður mánudaginn 25. ágúst og kennsla hefst skv. stundaskrá þriðjudaginn 26. ágúst. Gleðilegt sumar. Starfsmenn Stekkjaskóla
Vorhátíð Stekkjaskóla fimmtudaginn 5. júní
Fimmtudagur 5. júní verður hin árlega vorhátíð skólans sem starfsmenn og foreldrafélagið undirbýr í sameiningu. Dagskráin er eftirfarandi: Mæting 8:10 á heimasvæði 8:10-9:30 – samvera á heimasvæði 9:30-9:50 – frímínútur 10:00-11:00 – ratleikur 11:00-11:30 – skemmtun í boði foreldrafélagsins 11:30: grillaðar pylsur. Nemendur mega fara heim með foreldrum að grilli loknu. Nemendur í 1. og […]
Starfsdagur föstudaginn 23. maí – frí hjá nemendum
Samkvæmt skóladagatali er starfsdagur hjá starfsmönnum skólans á morgun, föstudaginn 23. maí. Kennarar munu vinna að námsmati og öðrum faglegum störfum. Í bréfi sem fór heim til nemenda um daginn var vorskipulagið kynnt. Sjá hér.