Starfsmenn óskast í Stekkjaskóla

Stekkjaskóli leitar eftir öflugu starfsfólki sem er tilbúið að taka þátt í skólaþróun og byggja upp farsælt skólastarf í nýjum grunnskóla.  Í Stekkjaskóla er lögð áhersla á teymiskennslu, teymisvinnu, tækni og nýsköpun, skapandi skólastarf, umhverfismál og jákvæðan skólabrag.

Hér með eru auglýstar eftirfarandi stöður.

  • Grunnskólakennari – kennsla nemenda með íslensku sem annað tungumál
  • Stuðningsfulltrúi
  • Sérfræðingur, s.s. þroskaþjálfi, iðjuþjálfi, uppeldis- og menntunarfræðingur eða grunnskólakennari

Grunnskólakennari mun kenna nemendum sem eru með íslensku sem annað tungumál. Leitað er eftir áhugasömum og framsæknum kennara sem hefur brennandi áhuga á fjölmenningu. Sjá nánar hér.

Stuðningsfulltrúi. Markmið starfsins er að auka sjálfstæði og færni nemenda námslega, félagslega og í daglegum athöfnum. Sjá nánar hér.

Sérfræðingur vinnur í stoðþjónustuteymi skólans og veitir m.a. leiðsögn og ráðgjöf til foreldra og annarra starfsmanna. Hann þjálfar og styður við nám nemenda, í samstarfi við umsjónarkennara, er þurfa á sértækum stuðningi að halda í skólastarfinu og daglegum athöfnum. Sjá nánar hér.

Umsóknarfrestur er til og með 8. janúar 2024