Skráning í kór Stekkjaskóla er í gangi þessa dagana. Kórinn er val nemenda í 2.- 4. bekk og eru allir hjartanlega velkomnir. Í vetur hafa verið óformlegar kóræfingar fyrir nemendur í þessum árgöngum til að kynna fyrir þeim kórastarf. Nú verða æfingarnar formfastari og aðeins fyrir þá nemendur sem verða sérstaklega skráðir í kórinn.
Æfingarnar verða alla fimmtudaga klukkan 10:10-11:10.
Markmið kórs Stekkjaskóla eru m.a. að efla áhuga og leikni í söng og tengja starf hans með beinum hætti nokkrum færniþáttum úr Aðalnámskrá grunnskóla. Í kórnum er unnið með tónlist úr ýmsum áttum og áhersla lögð á náttúrulega raddbeitingu, gleði og samvinnu. Sungin verða fjölbreytt lög og farið í skemmtilega leiki. Þeir nemendur sem spila á hljóðfæri eiga einnig möguleika á að spreyta sig með kórnum þegar færi gefst. Kórinn mun koma fram innan skólans eins og kostur er hverju sinni.
Í liðinni viku fór upplýsingarbréf um kórinn til allra forráðamanna í 2.-4. bekk og hvernig skráning fer fram. Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Guðnýju tónmenntakennara, stjórnendum eða ritara.