Skólaakstur – Sandvíkurhreppur

Nemendur sem búa í Sandvíkurhreppi eru keyrðir í Stekkjaskóla og aftur heim í lok skóladags. Það er rútufyrirtækið Guðmundur Tyrfingsson ehf sem sér um aksturinn.  Það eru þrír bílar sem keyra. Hér má sjá skipulagið. Þar kemur fram frá hvaða bæ/götu er keyrt fyrst á morgnana og klukkan hvað.

Eftir skóladaginn fara bílarnir frá Stekkjaskóla/Vallaskóla og er stoppustöðin fyrir framan aðalandyri Vallaskóla. Bílarnir leggja af stað frá stoppustöðinni kl. 13:05 og 14:05. Nemendur Stekkjaskóla sem fara ekki í frístundastarf heldur beint heim eftir skóladaginn fá að taka bílinn kl. 13:05 á meðan við erum á Bifröst. Stuðningsfulltrúi aðstoðar nemendur á ná bílunum í tæka tíð.

Þegar við verðum komin í færanlegu stofurnar okkar að Heiðarstekk 10 að þá fara skólabílarnir frá okkur kl 13:15 og 14:15.

Komin er tímatafla fyrir frístundaaksturinn á heimasíðu Árborgar. Sjá hér.