Skólarnir á Selfossi munu halda litlu jólin í dag en skólaakstur fellur niður.
Við biðjum forráðamenn barna í Stekkjaskóla að keyra börnin sín á litlu jólin og sækja þau eftir að þeim lýkur. Athugið að frístund verður opin fyrir þá sem þar eru.
Almenn skilaboð frá grunnskólunum á Selfossi:
Nú er gul veðurviðvörun sem getur haft nokkur eða staðbundin áhrif og valdið töfum, slysum eða tjóni ef aðgát er ekki höfð. Allir eru því hvattir til að fara varlega.
Þegar óveður raskar skólastarfi að morgni dags er ábyrgð á höndum forsjáraðila. Þeir þurfa að fylgjast með veðri og ákveða hvort barnið gangi eitt í skóla eða ekki. Leitast er við að hafa skóla opna og taka á móti nemendum. Þá er þeim eindregnu tilmælum beint til forsjáraðila að fylgja yngri börnum í skóla og yfirgefa þau ekki fyrr en þau eru í öruggum höndum starfsfólk. Því áríðandi er að starfsfólk tryggi móttöku barnanna.
Meti forsjáraðilar það svo að best sé að halda barni heima vegna veðurs eða færðar skulu þeir tilkynna skólanum um forföll barnsins og litið er á þau forföll sem eðileg forföll af hálfu skólans.
Þegar börnin eru í skóla eða frístundastarfi þegar viðvörun er í gildi eiga forsjáraðilar að sækja börnin sín eftir skóla.