Kostir þess að leika og læra í náttúrunni

Þriðjudagskvöldið 28. mars síðastliðinn stóð foreldrafélag Stekkjaskóla fyrir fræðslukvöldi fyrir forráðamenn. Pétur Aðalsteinsson formaður foreldrafélagsins bauð forráðamenn og aðra gesti velkomna og kynnti Sabínu Steinunni Halldórsdóttur til leiks. Hún flutti mjög áhugverðan og skemmtilegan fyrirlestur sem bar nafnið; ,,Kostir þess að leika og læra í náttúrunni. Hreyfifærni í dag og til framtíðar“.  Þess má geta að fyrirlesturinn hljómaði vel við áherslur skólans um útinám og umhverfismennt og mikilvægi þess að vera úti í náttúrunni.

Að loknum fyrirlestri gengu skólastjórnendur með forráðamönnum um nýja skólahúsnæðið sem vakti mikla hrifningu viðstaddra.

Stjórn foreldrafélagins fær mikið hrós fyrir þetta frábæra framtak.