Fyrstu skóflustungunar af Stekkjaskóla

Fyrstu skóflustungurnar af Stekkjaskóla voru teknar föstudaginn 6. nóvember 2020. Auk grunnskólans verður í skólabyggingunni tónlistarskóli, leikskóli og íþróttahús þegar skólinn verður fullbyggður.

Skólinn tekur til starfa næsta haust með um 150 nemendum í 1. – 4. bekk.

Í viðtali við visir.is sagði Arna Ír Gunnardóttir formaður byggingarnefndar skólans:
„Þetta verður stór skóli þegar hann verður fullbyggður en hann verður auðvitað byggður í áföngum. Það er mikil þörf á nýjum grunnskóla á Selfossi því hér hefur byggst gríðarlega hratt upp, það flytur hingað mikið af fjölskyldum með mörg börn og hér er mjög hátt hlutfall íbúa á grunnskólaaldri og skólarnir okkar hér á Selfossi eru orðnir yfirfullir. Það er algjörlega tímabært að við förum í þessa framkvæmd,“ segir Arna Ír.

Hilmar Björgvinsson hefur verið ráðinn skólastjóri nýja skólans. Hann segir að í Stekkjaskóla verði lögð áhersla á teymiskennslu, teymisvinnu, fjölbreytta kennsluhætti og jákvæðan skólabrag.

Hér er frétt af fyrstu skóflutungunni af Stekkjaskóla sem birtist á visir.is, 8. nóvember 2020. Sjá nánar hér