Skólaráð fundaði 23. febrúar síðastliðinn. Í lok fundarins fóru fulltrúar að skoða nýbyggingu skólans. Fulltrúar nemenda í skólaráði, Ragna Fanney og Stefán Darri skrifuðu neðangreinda frétt um heimsóknina.
Heimsókn í Stekkjaskóla
Fimmtudaginn 23. febrúar fór skólaráð Sekkjaskóla í heimsókn í nýju bygginguna. Allir þurftu að vera með hjálma og vesti. Þegar í bygginguna var komið sáum við svakalega flottan skóla. Þar sáum við matsalinn, eldhúsið, kennslusofurnar, kaffistofu starfsmanna og fleira. Þetta var mjög skemmtileg ferð.