Frístundaakstur

Frístundaakstur innan Selfoss hefst í dag, miðvikudaginn 25.ágúst. Frístundaakstur milli byggðarkjarna er áfram hluti af Árborgarstrætó.

Frístundabíllinn ekur alla virka daga milli c.a. 13:05 og 16:30 samkvæmt tímatöflu og hefur það hlutverk að keyra börn milli grunnskóla, frístundaheimila og íþrótta- og frístundastarfs. Keyrt er að 20 manna bíl frá Guðmundi Tyrfingssyni ehf. sem er merktur í framrúðunni „Frístundabíll“.
Áætlun frístundabílsins innan Selfoss mun síðan breytast í lok september þegar nemendur Stekkjarskóla færast yfir á sitt heimasvæði og verður ný áætlun auglýst sérstaklega þegar að því kemur. Allar ábendingar um akstur frístundabílsins eru vel þegnar og má senda þær á bragi@arborg.is.

 

Tímatafla frístundabíls innan Selfoss tekur gildi 25.ágúst og má sjá hér:  „Frístundaakstur“.

Frístundaakstur milli þéttbýliskjarna innan sveitarfélagsins er áfram hluti af Árborgarstrætó og má sjá tímatöfluna hér:   Árborgarstrætó.

Sjá einnig hér á heimasíðu Árborgar.