Í hverri viku fara vikubréf heim frá umsjónarkennurum. Hér má sjá brot úr vikubréfi 1. EIK frá 11. febrúar og myndir með.
Góðan dag kæru foreldrar og forráðamenn
Þá er ein önnur vikan senn á enda hjá okkur hér í 1.EIK.
Þessa vikuna lærðum við 2 nýja stafi en það voru Kk og Dd, við fundum fullt af orðum sem byrjuðu á þessum stöfum og orð sem eiga þessa stafi inn í orði. Smiðjur voru á þriðjudag og miðvikudag og fóru allir hópar í nýjar smiðjur sem vakti mikla lukku hjá hópnum, tónmennt féll reyndar niður en verður vonandi á sínum stað í næstu viku. Á fimmtudaginn fór allur skólinn í stutta vasaljósagöngu frá Stekkjaskóla og að undirgöngunum við Álalæk, góð morgunhreyfing og ánægjuleg samverustund fyrir alla. Þessa vikuna sem og aðrar vorum við að vinna allskonar fjölbreytt verkefni í stærðfræði og íslensku. Tísla lífsleiknimús lagði áherslu á að ,,allir eru góðir í einhverju en enginn er góður í öllu“. Allir teiknuðu mynd af því sem þeir gera vel og af því sem þeir þurfa að æfa. Vikan endaði svo á íþróttum, núvitund/slökun og frjálsum leik að venju.
Takk fyrir vikuna og góða helgi
Elísabet, Inda og Kristín