Er barnið þitt vel upplýst? Er það ekki örugglega að nota endurskinsmerki eða sýnileikavesti?
Á þessum árstíma er mjög dimmt úti og því mikilvægt að öll börn séu vel upplýst með endurskinsmerkjum og/eða í sýnileikavestum.
Endurskinsmerkjadagar í Stekkjaskóla
Þessa dagana er Stekkjaskóli með endurskinsmerkjadaga fram að jólum. Þetta er sérstak átak um að vera vel sýnilegur í umferðinni. Við biðjum foreldra að taka þátt í þessu verkefni með okkur og sjá til þess að börnin noti endurskinsmerki og/eða sýnileikavesti til þess að þau sjáist vel í myrkrinu.
Hugmynd nemenda
Það voru fulltrúar nemenda í skólaráði þau Ragna Fanney og Stefán Darri nemendur í 6. bekk sem komu með þessa frábæru hugmynd um endurskinsmerkjadaga á fundi skólaráðs í vor. Frábær hugmynd sem nú varð að veruleika. Munið foreldrar að þið eruð fyrirmyndir barnanna ykkar og því hvetjum við ykkur einnig að nota endurskin.
Foreldrafélagið gaf sýnileikavesti
Um daginn gaf foreldrafélagið nemendum 1. bekkjar sýnileikavesti og nýjum nemendum í 2.-3. bekk. Vestin voru merkt hverjum og einum. Það voru fulltrúar foreldrafélagsins sem komu með gjöfina ásamt tveimur lögreglumönnum. Lögreglan fór yfir mikilvægi þess að nota vestin og vera vel sýnileg í umferðinni. Virkilega gott framtak hjá foreldrafélaginu sem fær stórt hrós fyrir.
Endurskinsmerki gefin
Slysavarnarfélagið Tryggvi gaf skólanum endurskinsmerki um daginn fyrir alla nemendur skólans. Það voru síðan skólastjórnendur ásamt fulltrúum nemenda í skólaráði sem færðu nemendum endurskinsmerkin í vikunni, á þriðjudag og miðvikudag.
Sjá nánar bréf sem fór heim til foreldra hér.